57% Úkraínubúa vilja friðarsamning við Rússa

Sjálfstæðisgyðjan í Kænugarði umvafin reyk og nálykt vígvallarins (samsett mynd).

Kænugarðspósturinn „Kyiv Post” birtir frétt um nýlega könnun sem sýnir, að 57% Úkraínumanna styðja friðarviðræður við Rússa. 35% vilja binda enda á stríðið með raunlandamærum þann 23. febrúar 2022 og 38% telja að Kænugarður eigi ekki að semja um frið. Fimm prósent eru óráðnir.

87% búast við því að Úkraína gangi með í ESB fyrir 2030 og 65% búast við að landið verði meðlimur í Nató. Rúm 30% trúa að Úkraína gangi í ESB innan tveggja ára og 28% halda að það verði innan eins árs. Þjóðin hefur staðið undir gríðarlegum fórnum, 77% segjast hafa misst vin í stríðinu. Tæplega helmingur eða 47% hefur orðið viðskila við fjölskyldu sína.

67% Úkraínumanna kvarta yfir versnandi geðheilsu vegna árása Rússa, 61% segja að þeir hafi minni tekjur og 58% segja frá hrörnandi líkamlegri heilsu.

Könnunin fór fram 8. – 25. maí með símtölum við 2.508 fullorðna Úkraínubúa. Könnunin náði ekki til íbúa á Krímskaga eða svæðum Donetsk og Luhansk.

Könnunin gengur þvert á stríðsstefnu Nató og Vesturlanda sem segja að einungis „fullkominn sigur” Úkraínu sé trygging friðar. Þegar glóbalistarnir í ESB, Nató og Bandaríkjunum tala um frið, þá eiga þeir við, að Rússland eigi að hverfa brott úr Úkraínu. Vladimir Pútín, forseti Rússlands segir að friður sé mögulegur, ef Úkraína hætti að gera tilkall til landsvæðanna Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia í austur- og suðurhluta Úkraínu ásamt Krímskaga. Vesturlönd blönduðu sér í innanríkismál Úkraínu fyrir 2014 og tóku þátt í „appelsínugulu” byltingunni sem leiddi til valdaráns ESB- og Natósinna í Úkraínu með stuðningi nasískra afla. Síðan hófu hinir nýju valdhafar stríð gegn rússneskt mælandi bræðrum sínum í austurhluta landsins sem tóku sig saman og lýstu yfir sjálfstæði merktu héraðanna á landakortinu hér að neðan.

Kort af Úkraínu. Dökkrauða svæðið eru Donetsk og Luhansk, það rauða er Krímskaginn. Þessi svæði lýstu sig sjálfstæð og gerðust síðar hluti Rússlands. Vesturlönd neita að samþykkja eða taka tillit til rússneskt talandi á svæðunum sem hafa verið í innríkisstríði við stjórnina í Kiev frá valdaráninu 2014.
Fara efst á síðu