53% Breta telja íslam ekki samræmast breskum gildum

Ný könnun hristir upp í umræðunni um íslam í Bretlandi. Svör fólksins benda skýrt í eina átt og ganga gegn því sem valdhafar vilja heyra.

Ný könnun frá YouGov sýnir að 53% Breta telja að íslam samræmist ekki breskum gildum. Aðeins fjórðungur svarenda er ósammála og 22% eru óviss að sögn The Telegraph.

    Könnunin náði til rétt rúmlega 2.100 manns og sýnir einnig að 41% telja að innflytjendamál múslima hafi neikvæð áhrif á landið en aðeins 24% sjá það sem jákvætt sem er lægsta talan af öllum trúarhópum sem tóku þátt í könnuninni.

    Þrýstingur eykst – ríkisstjórnin bíður

    Varaforsætisráðherrann Angela Rayner hefur sagt að innflytjendamál hafi „djúp áhrif á samfélagið.“ Hún hvatti flokksfélaga sína til að taka áhyggjur fólks alvarlega. Þrátt fyrir þetta hefur ríkisstjórnin enn ekki lagt fram neinar raunhæfar tillögur til að bregðast við áliti almennings.

    Sú staðreynd að meirihlutinn tekur af skarið er túlkuð af mörgum sem merki um að breska þjóðin finni að komið sé að mörkum og verið sá að að hafna gildum þeirra og ýta opinberri menningu þeirra til baka.

    Yfirlýsing frá fulltrúa múslima

    Sabah Ahmedi frá Ahmadiyya hreyfingunni segir eftirfarandi um könnunina:

    „Það er sorglegt að við séum hötuð fyrir trú okkar. Fólk er hrætt við að það skilji ekki íslam.“

    Ahmadiyya er umbótahreyfing innan íslams sem á rætur að rekja til Indlands á 19. öld, sem er ekki viðurkennd af nokkrum öðrum múslímskum hreyfingum. Um þessa helgi skipuleggur hreyfingin árlega Jalsa Salana ráðstefnuna í Hampshire, þar sem búist er við að yfir 40.000 þátttakendur sæki.

    Fara efst á síðu