500 samtök á vegum ESB vinna gegn ríkisstjórn Orbáns

Ungversk yfirvöld gera viðvart um að 500 samtök sem eru fjármögnuð af ESB séu virk í landinu með það að markmiði að grafa undan ríkisstjórn Viktor Orbán. Ungverjar halda uppi sterkri andspyrnu gegn þessum áhrifum og halda sér fast við fullveldið og það frelsi sem það veitir landsmönnum.

Samkvæmt nýrri fullveldisstofnun Ungverjalands hafa 1.479 samtök fengið peninga beint frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Af þeim er talið að um 500 stundi undirróðursstörf gegn lýðræðislegri kjörinni ríkisstjórn Ungverjalands.

Skýrsla stofnunarinnar ljóstrar upp um samtök sem vinna á virkan hátt gegn innflytjendastefnu Ungverjalands og öllum þeim sem viðhalda menningarlegri sjálfsmynd Ungverja á grundvelli löglegs sjálfstæðis landsins.

ESB greiðir milljarða til aðila sem vinna gegn stjórnvöldum

Meðal stærstu viðtakendanna eru Mið-Evrópuháskólinn, CEU, sem Georg Soros styður, Ökotárs Foundation og Réttindasamtök minnihlutahópa. Samanlagt hafa þessir aðilar fengið milljarða forintur (gjaldmiðill Ungverjalands).

Aðrir aðilar sem taka við peningum frá ESB eru meðal annars Power of Humanity, Political Capital og ungverska Helsinki nefndin nærri Soros. Samkvæmt skýrslu ríkisstjórnarinnar nota þessir aðilar peninga ESB til að fjármagna herferðir, áróðursstarfssemi og kærumál gegn ríkisstjórninni.

Stefna ESB er að svæla Orbán frá völdum

Ungverska Fullveldisstofnunin bendir á að peningar ESB eru notaðir til að búa til vald sem getur haft áhrif á stjórnmálin í landinu. Með því að styðja einkarekin félagasamtök, aðgerðarsinna og hugveitur, þá reynir Brussel að byggja upp samhliða samfélag með eigin markmiðum í andstöðu við vilja meirihluta Ungverja.

Stefna ESB er að hafa áhrif á almenningsálitið og réttarkerfið, kljúfa þjóðina og veikja vinsældir Orbáns til að velta honum endanlega úr sessi.

Viðbrögð Ungverjalands – gegnsæi og sjálfstæði

Sem mótvægisaðgerð hefur ungverska ríkisstjórnin kynnt hertar reglur um gegnsæi fyrir aðila sem taka á móti fjármagni frá útlöndum. Ríkið fjárfestir samtímis í eigin menningar-, menntunar og rannsóknarstofnunum sem byggja á þjóðlegum gildum Ungverja. Þjóðræknar grasrótarhreyfingar verja tjáningarfrelsið, þjóðlegar hefðir og fullveldi Ungverjalands.

Fyrirmynd annarra landa

Aðgerðir Ungverjalands sýna að mögulegt er að bera kennsl á og vinna gegn erlendum áhrifum í aðildarríkjum ESB. Með því að uppljóstra um áætlanir ESB fær almenningur að vita hverjir hinir keyptu ESB-aðilar eru og áhrif þeirra minnka. Ungverjaland er prýðilegt fordæmi fyrir aðra með því að sýna hvernig hægt er að vernda fullveldið og frelsið gegn niðurrifsstarfsemi hirðarinnar í Brussel.

Fara efst á síðu