Hollenski vísindamaðurinn Ruud Koopmans hefur eytt miklum tíma í að rannsaka íslam á Vesturlöndum.
Til upprifjunar varðandi aðlögunarvanda íslam á Vesturlöndum, þá eru hér birt fimm ára gömul skrif um störf hollenska vísindamannsins Ruud Koopmans. Hann komst að þeirri niðurstöðu eftir 20 ára rannsóknir að engu samfélagi á Vesturlöndum hafi tekist að aðlaga múslíma. Hann telur að ástæðunnar sé að leita í sjálfum trúarbrögðum íslam.
Norska Document vakti athygli á viðtali danska Berlingske við hollenska fræðimanninn Ruud Koopmans þar sem hann ræðir um íslam í vestræna heiminum. Koopmans er prófessor í félagsfræði og fólksflutningarannsóknum við Félagsvísindastofnun Humboldt háskólans í Berlín. Koopmans hefur rannsakað samruna og aðlögun múslima í Evrópu í meira en 20 ár og hann komst að skýrri niðurstöðu. Íslam er ósamrýmanlegt lýðræði og vestrænum samfélögum.
Danska dagblaðið Berlingske spyr vísindamanninn, hvort hann geti ekki sagt að minnsta kosti eina „sólskinssögu“ ? Svarið er nei. Koopmans er öruggur með niðurstöðuna: Það er ótvírætt erfiðara að aðlaga múslima en aðra hópa innflytjenda inn í vestræn samfélög.
Árið 2013 birti Koopmans skýrslu (sjá pdf að neðan) með meðfylgjandi könnun sem sýndi að tveir þriðju hlutar múslima sem rannsóknin náði til töldu að trúarlegar reglur séu æðri löggjöf þess lands sem þeir búa í.
Könnunin sýnir einnig að tæplega 60% þátttakenda hafna vináttu við samkynhneigða og að 45% hafna vináttu við gyðinga. Þessar niðurstöður telur Koopmans vera byggðar á íslamskri bókstafstrú sem hrekur þær fullyrðingar sem oft eru uppi um að róttæk túlkun á íslam sé á hliðarlínunni í Evrópu.
Íslam er vandamálið
Með því að rannsaka öll 47 múslímsk lönd heims út frá mannréttindum og þróun með tilliti til félagslegra mála, efnahags- og stjórnmála, þá sá Koopmans skýrt mynstur. Þessi lönd halda sér aðskildum frá umheiminum og hafa engin víðtækari samskipti fyrir utan þeirra eigin trúarhóp.
Koopmans skýrir að jafnvel þótt tekið sé tillit til félagslegra og efnahagslegra þátta sé niðurstaðan sú sama. Þetta snýst með öðrum orðum um áhrif trúarbragða á fólk þar sem til dæmis hlutur kvenna í samfélaginu er takmarkaður. Í mörgum tilfellum tekur konan alls engan þátt á vinnumarkaðinum.
Koopmans bendir einnig á aðra þætti sem eru sameiginlegir með múslímskum samfélögum eins og há fæðingartíðni og lágt menntunarstig.
Trúarbrögðin fylgja farandfólkinu og hverfa ekki þótt nýtt land sé undir fótum. Koopman sér skýra þróun í Evrópu sem líkist sífellt meira því sem gildir í múslimalöndum: Að halda sér aðskildum frá umheiminum án víðtækara sambands fyrir utan trúarbrögðin.
Koopman segir að það sé bókstafstrúarleg túlkun á Kóraninum sem stendur í vegi fyrir aðlögun múslima í vestrænum samfélögum. Hann telur að slík bókstafstúlkun geti ógnað friði í heiminum.
40-45% eru bókstafstrúarmenn
Með rannsóknum sínum hefur Koopmans komist að þeirri niðurstöðu að um 40-45% múslíma í Evrópu geti talist trúarlegir bókstafstrúarmenn. Það má bera það saman við hlutfall kristinna manna í Evrópu, þar sem aðeins 5-10% trúaðra geta talist bókstafstrúarmenn.
Koopmans andmælir því fullyrðingum um að aðeins mjög lítil klíka múslíma sé róttæk og hafi í rauninni ekkert með trúarbrögð að gera. Samkvæmt Koopman eru umtalsvert fleiri einstaklingar bókstafstrúarmenn en þeir sem gengu til dæmis til liðs við Íslamska ríkið og frömdu hryðjuverk í Evrópu. Þeir túlka trúna á sama hátt, hafa sameiginlega afstöðu til umheimsins, hata Vesturlönd og gyðinga.
Minni hópurinn sem fremur ofbeldisverk í nafni trúarbragðanna gerir það vegna þess að hann skynjar stuðning innan trúarsamfélagsins við hugmyndir sínar. Hér að neðan má sjá kynningu Ruud Koopman á rannsóknum sínum: