26 milljónir sáu viðtal Joe Rogan við Trump fyrsta sólarhringinn

Joe Rogan tók viðtal við forsetaframbjóðanda repúblikana, Donald Trump, sem slegið hefur öll met áhorfenda á samfélagsmiðlum. Um 14,6 milljónir sáu þáttinn á fyrstu 16 tímunum og um 292 þúsund athugasemda komnar þá á YouTube. Á fyrsta sólarhringnum höfðu yfir 26 milljónir áhorfenda séð þáttinn og yfir 405 þúsundir athugasemdir komnar. Samkvæmt Newsweek er þetta mesta áhorf sem nokkurt hlaðvarp hefur fengið ár 2024.

Newsweek fullyrðir að þrátt fyrir að Spotify og Apple Podcast gefi ekki upp tiltekið áhorf á einstaka þætti, benda mettölur á YouTube til þess að Trump þáttur Rogan sé orðinn menningarlegur áfangi og veki meiri athygli en nokkurt annað pólitískt hlaðvarp í seinni tíð. Hlaðvarp Joe Roagan er með um 14,5 milljónir fylgjenda á Spotify og um 17,5 milljónir fylgjenda á YouTube.

Sýnishorn úr viðtalinu

Joe Roagan útskýrir vinsældir Trumps:

„Fólk er orðið þreytt á þeim sem tala með þessum fyrir fram undirbúna tilgerðartón stjórnmálamanna. Jafnvel þótt þeir séu ekki sammála þér, þá vita þeir að minnsta kosti, hver þessi maður er, þetta er hann. Þegar þú sérð suma tala … þá veistu ekki HVERJIR þeir eru.“

Trump forseti lýsti áætlun sinni um að forðast þriðju heimsstyrjöldina og koma á friði í heiminum:

„Það eina sem ég get sagt þér er, að ég hef hitt Pútín og ég myndi hitta hann aftur. Ég þekki þá báða (Pútín og Zelenský). Ég trúi því að sem kjörinn forseti, þá get ég stöðvað stríðið – og það fljótt. Við höfum gífurlegan kraft í Bandaríkjunum – ef maður kann að beita þeim krafti.“

Trump forseti afhjúpaði marxíska dagskrá Kamala Harris sem vill fjársvelta lögregluna:

Trump forseti minnist vaktarinnar frægu í starfi hjá McDonald’s: „Ég fékk símtal frá [forstjóra Google] sem sagði þetta vera mestu leitun sem þeir hefðu haft árum saman!“

Trump forseti ræddi nauðsyn á sterkum leiðtogum: „Rússland hefði aldrei farið inn í Úkraínu ef ég væri forseti“

Trump fordæmir ömurlegt brotthvarf Harris-Biden í Afganistan

Trump um rauðu takkana á borði hans og Kim Jong Un: „Minn er miklu stærri en þinn!“

Fara efst á síðu