21 röng fullyrðing Kamilu Harris sem ABC hleypti athugasemdalaust í gegn

Forsetaframbjóðandi demókrata, Kamala Harris, jós úr sér lygum í kappræðunni við Donald Trump sem umræðustjórnendur hleyptu athugasemdalaust í gegn. Slíka silkihanska meðhöndlun sýndu þeir hins vegar ekki Donald Trump heldur gerðu margoft atlögu að honum. Trump var því einn á móti þremur í þessum kappræðum.

Miðillin Breitbart fór í gegnum fullyrðingar Kamala Harris og afhjúpar 21 atriði sem ekki stenst skoðun. Um 60 milljónir áhorfenda fylgdust með umræðunum. Hér eru athuganir Breitbarts:

21 rangar fullyrðingar Harris

  1. Trump sagði að nýnasistar „væru fínt fólk”

Harris hélt því fram, að Trump hafi dáðst að nýnasistum í Charlottesville og sagt þá „mjög fínt fólk.“ Demókratar halda áfram að endurtaka þetta, þrátt fyrir að búið sé fyrir löngu að upplýsa klippsvindlið á ræðu Trumps meðal annars af staðreyndaskoðunarvefsíðunni Snopes.

  1. Trump er að baki „verkefni 2025″

Harris sakaði Trump um að vilja innleiða Project 2025. Þetta er rangt. Trump hefur ítrekað lýst því yfir, að hann sé ekki viðriðinn þetta verkefni eins og hann gerði í þættinum. Heritage Foundation er með verkefni 2025. Trump er að baki verkefni 47 á heimasíðu sinni.

  1. Mikill „viðskiptahalli” þegar Trump var forseti

Harris hélt því fram„stjórn Trumps leiddi til viðskiptahalla sem væri einn sá mesti sem við höfum séð í sögu Ameríku.“ Þetta er rangt.

Viðskiptahallinn varð um 653 milljarða dollara á síðasta forsetaári Trump en hefur farið yfir 900 milljarða dollara hjá núverandi stjórn Biden. Viðskiptahallinn í tíð Trump náði heldur ekki upp í tölur fyrrverandi forseta George W. Bush.

  1. Trump sagði við Pútín að hann gæti „gert hvað sem honum sýndist“

Harris hélt því fram að Trump hafi sagt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, að hann gæti „gert hvað í fjandanum sem honum sýndist og gert árás á Úkraínu.” Þetta er rangt. Trump sagði aldrei að Pútín gæti gert „hvað sem honum sýndist,“ hvað þá að hann ætti að ráðast inn í Úkraínu. Þetta er svokölluð gaslýsing, því staðreyndin er sú, að Pútín réðst inn í Úkraínu á vakt Harris/Biden stjórnarinnar og fer sínu fram sem hann gerði ekki á meðan Trump var forseti.

  1. Trump vill verða „einræðisherra frá fyrsta degi“

Harris hélt því fram að Trump „vilji verða einræðisherra frá fyrsta degi.“ Þetta er rangt. Trump hefur aldrei sagt þetta.

  1. Trump valdur að hörmulegu brotthvarfi Bandaríkjahers frá Afganistan

Harris ásakaði Trump fyrir að vera ábyrgan að hörmulegu brotthvarfi Bandaríkjahers frá Afganistan sem hún og Biden stóðu fyrir. Sannleikurinn er sá, að Biden/Harris hunsuðu samning sem Talibanar höfðu gert með skilmálum fyrir brotthvarfi Bandaríkjahers. Þegar Biden komst í Hvíta húsið, þá kallaði hann herliðið heim og skildi eftir nútímavopn fyrir hundruð milljarða dollara í höndum Talíbana sem núna eru mörg hver komin í hendur hryðjuverkamanna út um alla Evrópu.

  1. Ef Trump verður forseti „þá mun Pútín taka Kænugarð“

Harris sagði að ef Trump yrði forseti, þá „myndi Pútín taka Kænugarð og hafa augun á Evrópu.“ Þetta er rangt. Rússar réðust á nágrannaríki í stjórnartíð George Bush, Barack Obama og Joe Biden en ekki í stjórnartíð Trumps.

8. Trump hótar „blóðbaði” ef hann verður ekki kosinn forseti

Harris endurtók einnig lygina um að Trump kallaði á „blóðbað“ ef hann tapaði kosningunum. Trump hefur aldrei sagt það, hins vegar sagði hann að blóðbað biði bílaiðnaðarins vegna byggingu kínverskrar rafbílaverksmiðju í nágrannalandinu Mexíkó.

  1. Trump ætlar að setja upp „eftirlit með fóstureyðingum”

Harris hélt því fram að Trump ætlaði að kom á „eftirliti með fóstureyðingum.“ Þetta er rangt. Trump hefur aldrei sagt neitt slíkt. Harris hefur áður fullyrt að Trump ætli að banna fóstureyðingar sem er staðhæfing tekin úr lofti.

  1. Trump neitar að „leigja húsnæði til svertingja”

Harris hélt því fram að Trump „neitaði að leigja húsnæði til svartra fjölskyldna.” Þetta er rangt.

  1. Trump vill dæma ódæðismennina fimm við Central Park til dauða

Harris , að Trump hafi kallað eftir „aftöku“ á fimmmenningunum í Central Park. Þetta er rangt. Trump hefur i aldrei sérstaklega kallað eftir „aftöku“ á sakborningunum fimm í Central Park málinu, Breitbart News athugaði þessa fullyrðingu í síðasta mánuði, þegar demókratar heldu landsfund.

  1. Trump hæðist að hermönnum og kallar þá „úrþvætti og tapara“

Harris notaði lygina „úrþvætti og taparar“ og hélt því fram, að Trump hefði gert lítið úr hermönnum, líka þeim föllnu. Þetta er rangt. Trump hefur aldrei gert það, þvert á móti hefur hann í óteljandi ræðum hyllt bandaríska hermenn fyrir frammistöðu þeirra.

  1. Harrris hefur aldrei sagst ætla að banna olíuboranir

Harris hélt því fram, að hún hafi aldrei sagt, að hún myndi banna olíu- og gasboranir (fracking). Þetta er rangt, hún lýsti því yfir, að hún myndi binda enda á slíkar boranir, þegar hún bauð sig fram til forsetaefnis demókrata árið 2019.

  1. Bidenstjórnin hefur aukið olíuframleiðslu

Harris hélt því fram, að ríkisstjórn Biden-Harris hafi aukið olíuframleiðslu. Þetta er rangt. Stjórn Biden-Harris hefur unnið á virkan hátt að því að hefta innlenda olíuframleiðslu.

  1. Trump ætlar að koma á 20% söluskatti

Harris sakaði Trump um að ætla að leggja á söluskatt sem myndi hækka vöruverð um 20%. Þetta er rangt. Trump forseti hefur ekki ekki lagt fram neina slíka hugmynd eða tillögu. Trump hefur talað um að hækka innflutningstolla á nokkrum vörum.

  1. Trump skildi eftir versta atvinnuleysi síðan í kreppunni miklu

Harris hélt því fram, að Trump hafi „skilið eftir sig versta atvinnuleysi síðan í kreppunni miklu.“ Þetta er rangt, þar sem atvinnuleysi var 6,4% í janúar 2021, þegar Trump hætti í embætti. Í kreppunni miklu var atvinnuleysi frá 23% í Bandaríkjunum og náði allt að 33% í sumum ríkjum.

  1. „Ég er alinn upp í millistétt“

Harris hélt því fram, að hún hefði alist upp í millistétt. Þetta er rangt. Harris ólst upp í ríkismannahverfi í Westmount í franska héraðinu Quebec, Kanada sem var talið ríkasta hverfi landsins.

  1. Trump vill „rústa” stjórnarskránni

Harris hélt því fram, að Trump vilji „rústa stjórnarskrá Bandaríkjanna.” Þetta er rangt. Trump vill ekki „rústa“ stjórnarskránni og hefur sjálfur vísað þessari lygi á bug.

  1. Trump hefur „selt okkur“ til Kína

Harris hélt því fram, að Trump hefði „selt okkur“ til kínverskra stjórnvalda m.a. með sölu kísilflagna til Kína. Þetta er rangt. Trump-stjórnin kom í veg fyrir yfirtöku kínverskra fjárfesta á bandarískum hálfleiðaraframleiðanda, takmarkaði útflutning til fremsta kísilflöguframleiðanda Kína og takmarkaði að mestu sölu til Kína og jafnvel til þriðju landa sem eiga viðskipti við kínversk fyrirtæki sem talin eru vera þjóðaröryggisógn eins og fjarskiptafyrirtækið Huawei.

  1. „Ekki einn einasti“ bandarískur hermaður á neinu stríðssvæði

Harris hélt því fram, að núna séu engir virkir hermenn á neinu bardagasvæði neins staðar í heiminum í fyrsta skipti á þessari öld. Þetta er rangt. Núna eru starfandi bandarískir hermenn sendir til Íraks og Sýrlands sem hafa orðið fyrir tíðum árásum hersveita vígasveita með stuðningi Írans síðastliðið ár. Það eru líka þúsundir bandarískra sjómanna sem eru á virkum vöktum sem eru sendir til Miðausturlanda og standa frammi fyrir árásum með drónaárásum og flugskeytum sem skotið er af Houthi-hersveitum sem studdir eru af Íran í Jemen. Fyrr á þessu ári voru þrír bandarískir hermenn drepnir á landamærum Sýrlands af hersveitum með stuðningi Írans.

  1. Erum ekki að fjarlægja „eina einustu byssu”

Harris hélt því fram, að hún og varaforsetaefni hennar, ríkisstjóri Minnesota, Tim Walz, „ætli ekki að taka byssur af neinum.” Þetta er rangt. Harris hefur barist fyrir því að banna AR-15s byssur og aðrar byssur sem demókratar skilgreina sem „árásarvopn.“

Fara efst á síðu