Mikael Willgert er aðalmaður óháða sjónvarpsmiðilsins Swebbtv í Svíþjóð. Hann leiðir fjölda umræðuþætti um málefni líðandi stundar, baráttuna gegn glóbalizmanum, öll svikin og prettina sem þvingaðir hafa verið upp á fólk á Vesturlöndum fyrir og eftir Covid. Hér gefur hann sína skoðun um eftirvæntingar fyrir árið 2025. Þetta er síðari hluti greinar hans en fyrri hlutann má sjá hér.
Mikael Willgert skrifar:
2025 er árið þegar upp kemst um svikara Vesturlanda
Ástæðan er bylting frjálsra fjölmiðla og samfélagsmiðla sem ekki eru ritskoðaðir. Elon Musk ræðst gegn ritskoðun í ESB og skelfing breiðist út meðal valdhafa og gömlu fjölmiðlanna sem eiga á hættu að hrynja eins og spilaborg. Grundvöllur vestrænnar stjórnskipunar skelfur, ekki síst í Evrópu. Það sem áður var falið í skugga pólitískrar rétthugsunar og fjölmiðlaþöggunar hefur núna brotist út í dagsljósið af slíku afli að verið er að endurrita kort stjórnmálanna.
Ritskoðun ESB
Í takt við fjölmiðlaþróun undanfarinna ára, ekki síst varðandi kaup Musk á Twitter, hefur ESB, sem telur augljóslega mikilvægt að hafa stjórn á því hver segir hvað við hvern, unnið ötullega að því að búa til tæki til að geta stjórnað óstýrilátum valkostamiðlum. Thierry Breton, fv. kommisjóner ESB með ábyrgð á innri markaði ESB, sagði meðal annars um Twitter að „fuglinn flýgur þangað sem við viljum.“ Skrifaði hann þessa athugasemd, þegar Elon keypti samfélagsmiðilinn til að sýna hvernig hann yrði notaður í Evrópu. Sama mánuð og kaupin voru gerð í október 2022 setti ESB af stað „Digital Services Regulation, DSA.“ Sjálfsagt vita flestir það líklega núna að markmið laganna er að vinna gegn falsupplýsingum og vernda íbúa ESB gegn „skaðlegu efni“ rétt eins og andfasíska verndarmúrnum var ætlað í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans. Þess vegna lenti X strax í rannsókn sem enn er ekki lokið.
Í tengslum við áðurnefnt samtal Musks við Weidel þá stóð framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á tánum og fylgdist með samtalinu í smáatriðum ásamt hundruð embættismanna til að tryggja að ekkert væri sagt eða gert sem bryti gegn DSA. Ef ESB kemst að slíkri niðurstöðu, þá getur X fengið sekt sem samsvarar 6% af heimsveltu fyrirtækisins. Fyrir þá sem hafa gaman af málfrelsi og telja mikilvægt að geta tjáð sig opinberlega af hjartans lyst – og kannski umfram allt – að heyra hjartans mál annarra ótruflað, án þess að eiga á hættu að reita embættismenn innan ESB til reiði, þá er þetta auðvitað slæmt ástand.
EN…
Þar sem fyrsta viðbót stjórnarskrár Bandaríkjanna er í miklum metum hjá verðandi forseta og var aðal boðskapurinn í allri kosningabaráttu hans, þá myndi hann varla láta fleiri milljarða dollara sekt ESB á eitt af fyrirtækjum nánustu bandamanna sinna (sem hvílir á grundvelli tjáningarfrelsis) fara fram hjá sér. Að öllum líkindum myndi það kosta ESB álíka mikið litið til lengri tíma. Að því sögðu, þá var nýlega tilkynnt að kosningum í Þýskalandi kunni að verða aflýst eða þeim hafnað ef talið er að óeðlileg afskipti hafi verið viðhöfð í kosningunum sem er mjög óþægilegt. Aftur er það þessi Thierry Breton sem segir það, – ókjörinn framkvæmdastjóri ESB sem getur alveg hugsað sér að stöðva lýðræðislegar kosningar í einu aðildarríkjanna. Hann ásamt mörgum öðrum hafa hins vegar ekkert á móti afskiptum manna eins og George Soros sem hefur áhrif á kosningar og skoðanir til hægri og vinstri í gegnum frjáls félagasamtök sín.
Nýr vestrænn heimur að myndast
Það er að myndast nýr vestrænn heimur og hlutirnir gerast hratt. Það sem var satt í gær er ekki lengur satt í dag. Paník ríkir í helstu sænskum fjölmiðlum, ekki aðeins vegna þess að fyrri sögur þeirra eru að flosna sundur, heldur einnig vegna þess að þeir sjálfir lenda í eldlínunni. Hlutverk blaðamennskunnar sem verndara lýðræðisins er dregið í efa og margir þeirra sem lengi voru taldir boðberar sannleikans neyðast núna til að verjast ásökunum um meðvirkni og þöggunarmenningu. Þeir sem vörðu til dæmis ritskoðun YouTube ákaft með rökum eins og „þetta er einkafyrirtæki sem getur gert hvað sem það vill“ eru þeir sömu og núna gagnrýna harðlega framgöngu X og Musk.
Vonandi þýðir þetta algjöra endurreisn til hins betra og markar nýtt upphaf þar sem almennir fjölmiðlar neyðast til að axla ábyrgð eða hrynja að lokum eins og spilaborg. Aukið sjálfstraust og aukin meðvitund meðal vestrænna ríkja mun leiða til þess að þau kasta loksins sjálfseyðandi hegðun sinni á ruslahaug sögunnar og fara að líta á gömul sannindi og ferli með gagnrýnum augum. ESB neyðist til vegna þrýstings nýrra Bandaríkja til að vaska fram nýja, hæfari leiðtoga í sambandinu sem forgangsraða velgengni fyrir Evrópu. Og við, íbúar hins vestræna heims, munum rannsaka okkur sjálf, samfélög okkar og gera okkur grein fyrir því að þau eru þess virði að varðveita og verja handa komandi kynslóðum. Finnum bragðið af því að mikið liggur við.