2025 er árið þegar upp kemst um svikara Vesturlanda – Fyrri hluti

Mikael Willgert er aðalmaður óháða sjónvarpsmiðilsins Swebbtv í Svíþjóð. Hann leiðir fjölda umræðuþætti um málefni líðandi stundar, baráttuna gegn glóbalizmanum, öll svikin og prettina sem þvingaðir hafa verið upp á fólk á Vesturlöndum fyrir og eftir Covid. Hér gefur hann sína skoðun um eftirvæntingar fyrir árið 2025. Þetta er fyrri hluti greinar hans og síðari hlutann má lesa hér.

Mikael Willgert skrifar:

2025 er árið þegar upp kemst um svikara Vesturlanda

Ástæðan er bylting frjálsra fjölmiðla og samfélagsmiðla sem ekki eru ritskoðaðir. Elon Musk ræðst gegn ritskoðun í ESB og skelfing breiðist út meðal valdhafa og gömlu fjölmiðlanna sem eiga á hættu að hrynja eins og spilaborg. Grundvöllur vestrænnar stjórnskipunar skelfur, ekki síst í Evrópu. Það sem áður var falið í skugga pólitískrar rétthugsunar og fjölmiðlaþöggunar hefur núna brotist út í dagsljósið af slíku afli að verið er að endurrita kort stjórnmálanna.

Barnaníðingshneykslið í Bretlandi

Atburðir í Bretlandi gerast á miklum hraða og hneykslismálið um pakistönsku barnaníðshringina kom enn og aftur upp í dagsljósið. Það hefur bókstaflega soðið upp úr á X, ekki bara vegna hinna skelfilegu atburða, þar sem stúlkum undir lögaldri hefur verið hópnauðgað af pakistönskum glæpaklíkum, heldur kannski aðallega vegna hins algjöra afskiptaleysis sem lögregluyfirvöld hafa sýnt fórnarlömbunum. Í stað réttlátra refsinga hefur blinda auganu verið snúið að þeim sem frömdu glæpina.

Að málið hefur blossað upp að þessu sinni verður líka að sjá í ljósi þess að breska lögreglan hefur lokað augunum þegar litlum stúlkum hefur verið kerfisbundið og ítrekað nauðgað af glæpahópum. Á sama tíma sýnir lögreglan mikla hörku þegar kemur að því að leita uppi, yfirheyra og handtaka venjulegt fólk sem hefur gagnrýnt linkind lögreglunnar gagnvart glæpamönnunum.

Þetta virðist líka hafa geta gengið (og er enn í gangi) með góðum vilja stjórnvalda og annarra háttsettra manna og hefur fengið að viðgangast án þess að vera rannsakað eða fordæmt af blaðamönnum sem flestir hafa sýnt sig vera nánast gagnslausir.

Ár 2014 var sérstaklega greint frá tilvist pakistönsku barnaníðshringjanna en það gerðu aðallega fjölmiðlar sem voru merktir grunsamlegir og til hægri af almennum fjölmiðlum. Var þessum fréttum vísað á bug sem falsupplýsingum – ekki síst varðandi umfang þeirra glæpa sem framdir voru.

Elon Musk og málfrelsið

Núna er sviðið hins vegar allt annað. Elon Musk keypti vinstri sinnaða Twitter fyrir dágóða upphæð sem jafngildir 500 milljörðum sænskra króna. Að eigin sögn gerði hann það til að bjarga tjáningarfrelsinu sem hann taldi vera í mikilli hættu í hinum vestræna heimi. Var það ekki síst vegna mikillar ritskoðunar á Facebook og YouTube en skyndilega var reikningum lokað hjá fjölda notendum ef þeir birtu eitthvað sem hægt var að túlka sem efasemdir um „sannleikann“ til dæmis Covid-bólusetningar sem áttu að bjarga heiminum eða tilstuðlan mannsins í loftslagsbreytingum.

Musk sjálfur er mjög virkur á X með hundruð milljóna fylgjenda svo margir sjá það sem hann skrifar. Musk hefur greinilega ákveðið að fara baráttuleiðina til að afhjúpa ábyrgðarleysi breskra stjórnvalda og sýna öllum heiminum fram á vanhæfni þeirra. En málinu lýkur ekki bara þar, hann afhjúpar samtímis að allt ríkiskerfið liggur kylliflatt fyrir íslam. Þetta er á engan hátt einkennandi fyrir Bretland heldur algengt í hinum vestræna heimi, eins og margir íbúar Evrópu kannast við.

Valkostur fyrir Þýskaland, AfD

Þann 23. febrúar á þessu ári mun þýska þjóðin kjósa að nýju í kjölfar þess að núverandi ríkisstjórn tapaði traustsyfirlýsingu í desember.

Valkostur fyrir Þýskaland, AfD, varð stærsti flokkurinn í Þýringalandi (vann þýskar fylkiskosningar í fyrsta sinn) í september í fyrra. AfD varð áður næststærsti flokkurinn í Evrópuþingskosningunum í Þýskalandi og búist er við verulegri fylgisaukningu flokksins í komandi kosningum. Þú sem lest þetta getur verið fullviss um að þýska þjóðin hefur fengið að sitja undir hræðsluáróðri allt árið 2024 um hvað gerist ef AfD kemst til valda en áróðurinn hefur augljóslega ekki bitið. Þá er bara eftir að banna flokkinn. Þetta hefur orðið til þess að hópur þingmanna á þýska þinginu, undir forystu Marco Wanderwitz (CDU), hefur beitt sér fyrir því að AfD verði bannað með vísan til sögu Þýskalands fyrir stríð. Það lítur ekki út fyrir að þetta takist. Aðrir stjórnmálaflokkar og rótgrónir fjölmiðlar vinna af alefli gegn AfD sem á erfitt með að koma boðskap sínum á framfæri.

Þetta sá Musk sem bauð Alice Weidel, leiðtoga AfD í rúmlega klukkustundar langt samtal í beinni útsendingu á X þann 9. janúar sem hafði hundruð þúsunda hlustenda.

Fara efst á síðu