180 útsett svæði með 700.000 íbúum í Svíþjóð

Frjálslyndi flokkurinn, Folkpartiet, byrjaði á því að gera kort með útsettum svæðum í Svíþjóð þegar árið 2004 og birti slík kort til ársins 2008. Tilgangurinn var að kanna aðskilnaðarþróun með því að telja fjölda sænskra íbúðahverfa þar sem atvinnuleysi var hátt og lélegur árangur í skólum. Árið 2014 fylgdi hugveitan „Nýja velferðin” og þjóðhagfræðingurinn Tino Sanandaji eftir með nýjum rannsóknum sem sýndu að fjöldi útsettra svæði hafði vaxið enn frekar. Núna, tíu árum síðar, kemur ný uppfærsla.

Á árunum 2006 –2012 fjölgaði útsettu svæðunum úr 156 í 186. Íbúum á þessum svæðum fjölgaði á sama tímabili úr 488.000 í 566.000 manns. Það var niðurstaða skýrslu Nýju velferðarinnar „Den nya välfärden” ár 2014 (sjá skýrslu á sænsku, pdf að neðan). Árið 1990 voru einungis þrjú útsett svæði í Svíþjóð.

Í desember 2023 var sænsku Hagstofunni og Húsnæðismálastofnun falið af sænsku ríkisstjórninni að uppfæra kortið um fjölda útsettra svæða þar sem aðskilnaður er sérstaklega mikill og niðurstöðurnar voru kynntar í vikunni (sjá skýrslu á sænsku, pdf að neðan).

Kortlagningin byggir á tölfræði með þáttum eins og skólaárangri, þátttöku í atvinnulífinu, lifa á velferðarkerfinu, glæpamennsku og húsnæðisþrengslum. Alls eru 180 svæði í 66 sveitarfélögum á listanum. Meira en 700.000 manns búa á þessum svæðum, þar af um 170.000 börn.

Svæðin eru aðallega staðsett í Malmö, Gautaborg, Stokkhólmi og í öðrum stærri borgum. Susanne Zander, tölfræðingur hjá SC segir:

„Í greiningunni þá sjáum við að svæði, þar sem hátt hlutfall íbúa hefur (einungis) grunnskólamenntun, hátt hlutfall íbúa eru einstæðar mæður og fáir eru fæddir innanlands, þá aukast líkurnar á því að svæðið búi við mikinn almennan vanda.”

Kort með útsettum svæðum í Svíþjóð (án tilliti til heilsufars):

Mats Persson, atvinnu- og aðlögunarráðherra skrifar í umræðugrein:

„Sænskt samfélag hefur í lengri tíma gliðnað í sundur. Svíþjóð hefur víðtæk vandamál í mikið útsettum íbúðahverfum. Svæði sem einkennast af skorti á aðlögun, lélegum skólaárangri, miklu óöryggi, mikilli bótaþörf og þar sem fólk býr í yfirfullu húsnæði. Samofin vandamál skapa svæði þar sem vonleysi ríkir, skortur er á fyrirmyndum og samfélagið á í erfiðleikum með að ráða allt frá kennurum til umsjónarmanna fasteigna. Þetta verður ekki síst gróðrarstía fyrir glæpi.”

„Kort útsettra svæða gefur okkur skarpari mynd en áður af því, hvar þarf að gera sérstakt átak til að styrkja samfélagið. Það er mikilvægur grunnur þess, að hægt verði að gera hnitmiðaðar aðgerðir.”

Til þess að snúa þessari stöðu við þá þarf að gera „meiriháttar átak,“ meðal annars til að tryggja gott starf í skólum á svæðunum.

Hér að neðan er skýrsla Tino Sanandaji Nýju velferðarinnar ár 2014

Fara efst á síðu