Christer Nilsson skrifar innsendara í Nýja Dagblaðið í Svíþjóð og segir að „tíu árum eftir að íslamska ríkið var stofnað ganga enn 150 heilagastríðsmenn lausir í Svíþjóð.“
Samkvæmt vef sænsku lögreglunnar er sænsk kona ákærð fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og alvarlega stríðsglæpi í Raqqa í Sýrlandi:
„52 ára konan afplánar sex ára fangelsisdóm fyrir að nota son sinn sem barnahermann. Sonurinn lést 16 ára gamall í bardaga sem heilagastríðsmaður ÍSIS. Samkvæmt ákærunni er konan grunuð um að hafa keypt, arðrænt og selt jasídaþræla, þar á meðal börn. Sönnunargögn og rannsóknir koma frá alþjóðlegu, óhlutdrægu og óháðu kerfi SÞ, IIIM.“
Þetta er í fyrsta sinn sem saksóknari höfðar mál í Svíþjóð fyrir glæpi gegn mannkyninu, – þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum. Enn ganga 150 endurkomnir vígamenn Íslamska ríkisins lausir í Svíþjóð, án þess að hafa verið ákærðir fyrir sams konar glæp. Með umtalsvert meira blóð á höndum sér en hin ákærða kona. Með umtalsvert meira blóð á höndum sér en samanlagt 14.000 glæpamenn í sænsku glæpahópunum sem lögreglan hefur bent á.
Leyniþjónustan Säpo hefur lélegt eftirlit með þessum 150 heilagastríðsmönnum. Í stað þess að lögsækja og loka alla þá inni, þá hefur meira en einn af hverjum fjórum sem snúa aftur til Svíþjóðar fengið vinnu með börnum, ungmennum og útsettum sem fóstrur, æskulýðsleiðtogar, kennarar og félagsráðgjafar.
„Það er alltaf hægt að fá starf í leikskólum“ segir ekkja háttsetts ÍSIS-hryðjuverkamanns í viðtali; hún varð sjálf barnfóstra þegar hún kom til Svíþjóðar eftir þátttöku í heilagastríði íslamska ríkisins. Þetta er alfarið út úr kú og skuggalega óhugnanlegt. Af hverju hringja ekki allar viðvörunarbjöllur, af hverju loga ekki öll viðvörunarljós, af hverju eru ekki allar ratsjár í gangi allan tímann?
Þess vegna er kominn tími til að hressa upp á minnið varðandi hinn viðurstyggilega hryðjuverkahóp íslamska ríkisins og þá sérstaklega meðal yngstu kynslóðarinnar: Árið 2014 var kalífadæmi Íslamska ríkisins stofnað sem hafði rætur sínar í hryðjuverkasveitum al-Qaeda. Yazidi minnihlutinn bjó þá í Sinjar, milli Mosul og Raqqa í Sýrlandi. Í ágúst réðust heilagastríðsmenn á borgina með það að markmiði að útrýma Jasídum. 5.000 óbreyttir borgarar voru myrtir og lágu beinagrindur þeirra í opnum fjöldagröfum; konur og börn sem voru tekin til fanga meðal annars sem kynlífsþrælar.
Þeir héldu síðan óáreittir áfram á sama hátt til að drepa alla óvini íslamska ríkisins, brenndu fólk lifandi eða afhöfðuðu. Hinir ungu barnahermenn léku síðan fótbolta með höfðum þeirra myrtu. Íslamska ríkið eyðilagði einnig meðvitað ómissandi menningararf eins og í Palmyra og hinni fornu Nineveh (í dag Mósúl) þar sem borgarhlið og minnisvarðar voru jöfnuð við jörðu.
Þegar þessir „farand-Svíar“ gengu til liðs við íslamska ríkið, þá þurftu þeir að sverja ævilangan hollustueið. Það er grjótharður eiðstafur. Og þeir halda trú sinni verandi í Svíþjóð, þeir hafa ekki verið sigraðir; þetta eru sofandi sellur sem munu rísa upp aftur, kannski skipta þeir bara um nafn. Það er „ómögulegt“ að aðlaga þessa menn alveg eins og „eiginkonurnar“ sem núna hafa snúið aftur. Þær hafa einnig svarið eiðinn og eru stundum jafnvel ofstækisfyllri en karlarnir.
Slappleiki ríkisstjórnar sósíaldemókrata og umhverfisflokksins undir leiðsögn Stefans Löfven og Morgan Johansson er fordæmalaus vegna aðgerðaleysis. Fyrst í apríl 2016 voru sett ný lög sem áttu að gera ferðalög heilagastríðsmanna refsiverð en var vindhögg út í loftið. Norðmenn höfðu þegar innleitt refsiákvæði fyrir þátttöku í hryðjuverkasamtökum árið 2013. Og það þarf einfaldan til að halda, að Svíþjóð sem getur ekki einu sinni fylgst með eigin úthverfum með banvænum skotárásum og stigvaxandi glæpagengjastríðum, eigi að geta tekist á við róttæka heilagastríðsmenn sem hafa verið hluti af grimmustu hryðjuverkahópum heims.
Veruleg hætta er á að þessir vígamenn íslamska ríkisins auki róttækni meðal ákveðinna múslímahópa og allt með aðstoð sænskra skattgreiðenda. Það er líka mikil hætta á að þeir „þakki fyrir hjálpina“ með því að framkvæma fleiri hryðjuverk í Norður-Evrópu.