13 af 14 fyrirhuguðum vindorkuverum í Eystrarsalti stöðvuð

Sænska ríkisstjórnin tilkynnti á blaðamannafundi í dag að ekkert yrði af 13 af 14 fyrirhuguðum vindorkugörðum sem byggja átti í Eystrasalti. Ástæðan er sögð hernaðarleg, því vindorkuverin hefðu laskað varnargetu sænska hersins gegn erlendum eldskeytum í hugsanlegri árás á Svíþjóð.

Á mánudaginn tilkynnti ríkisstjórnin að hætt verði við byggingu 13 af 14 vindorkugörðum í Eystrasalti. Sænski herinn hafði formlega kvartað vegna þeirrar öryggisáhættu sem vindorkuverin sköpuðu yrðu þau byggð. Sænski herinn varaði við því í síðustu viku að stækkun vindorkuvera með fram strönd Svíþjóðar geri hernum ómögulegt að verja landið hernaðarlega. Vindmyllur sem snúast og turn þeirra trufla ratsjárskönnun og þá tekur það mun lengri tíma en annars að uppgötva fjandsamlega árás á Svíþjóð. Carl-Johan Edström, herforingi, yfirmaður sænska hersins, sagði í yfirlýsingu til ríkissjónvarpsins SVT:

„Þetta er mjög alvarlegt vandamál sem dregur úr getu okkar til að mæta ógnum og gera íbúunum viðvart.”

Á blaðamannafundi á mánudaginn héldu Romina Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra, Pål Jonson, varnarmálaráðherra og Ebba Busch, orku- og viðskiptaráðherra, blaðamannafund um fyrirhugaða stækkun vindorkuvera í Svíþjóð. 13 af 14 fyrirhuguðum vindorkuverum í Eystrasalti er nú hafnað til að koma til móts við óskir sænska hersins.

Að sögn varnarmálaráðherra hefur vindorka neikvæð áhrif á marga þætti í vörnum Svía. Þar á meðal má nefna skynjara og ratsjár, þar sem vindorkuverin gera það erfiðara að sinna ratsjárskönnun. Er aðallega um strendur Svíþjóðar að Eystrasalti og hugsanlegum eldflaugaárásum frá Kalingrad að ræða. Pål Jonson, varnarmálaráðherra, sagði á blaðamannafundinum:

„Bæði eldskeyti og eldflaugar eru stórt vandamál ef þú ert með vindorkuver á hafi úti. Ratsjárkerfi og öflug skönnun eru mikilvæg, við notum til dæmis Patriot-kerfið og þá verða áhrifin neikvæð ef vindorkugarðar í hafinu eru í vegi skönnunar.”

Fara efst á síðu