127 börn undir 15 ára aldri í Svíþjóð hafa framið morð eða undirbúið morð í ár

Gríðarleg aukning hefur orðið í Svíþjóð á börnum undir 15 ára aldri sem fremja og undirbúa morð fyrir glæpahópa. Í janúar til september 2025 eru börnin samtals 127 en á sama tíma í fyrra voru einungis 14 börn. Fjöldi barna sem fremja voðaverk fyrir glæpahópa hefur þannig nær tífaldast á einu ári.

Fréttastofan TT greindi frá því um helgina að tölur ríkissaksóknara sýndi þessa gríðarlegu aukningu á þátttöku barna undir 15 ára aldri í undirbúningi ofbeldisglæpa, morða. Tölurnar sýna bæði framin morð og undirbúning að morðum og aukningin speglar óhugnanlega þróun glæpahópanna að tæla stöðugt til sín yngri börn í stríðin milli hópanna.

Það sem er jákvætt er að skotárásum fækkar. Fram til september í ár hafa 113 skotárásir verið gerðar en á sama tímabili árið 2022 voru árásarnir 314. Tala drepinna í slíkum skotárásum hefur einnig minnkað úr 49 niður í 26 (að frátöldum þeim tíu sem voru drepin skotárásinni í skóla í Örebro).

Sænska lögreglan hefur getað hindrað ofbeldisódæði vegna meiri möguleika til leynilegrar hlerunar samtímis sem fleiri ódæðismál eru leyst. Yngri glæpamenn skilja eftir sig fleiri spor en þeir eldri. Samtímis hafa sprengjuárásir og íkveikjur orðið hversdagslegri. Lögreglan hefur handtekið 183 glæpamenn sem staðsettir hafa verið erlendis og stjórnað ofbeldinu í Svíþjóð þaðan.

Talið er að fjöldi virkra gengjaglæpamanna séu um 14 þúsund með tugi þúsunda einstaklinga í kringum sig. Lögreglan telur að um 700 glæpamenn erlendis leiði morð og annað ofbeldi í Svíþjóð.

Sænska ríkisstjórnin ætlar að lækka refsialdur barna niður í 13 ára aldur við gróf afbrot um leið og refsiafsláttur minnkar stöðugt og fellur alveg niður fyrir 18-21 árs glæpamenn

Fara efst á síðu