Löngunin eftir friðsælum jólum bar sigur úr býtum í fyrri heimsstyrjöldinni 1914. Breskir, franskir og þýskir hermenn sömdu frið um jólin að eigin frumkvæði á vesturvígstöðvunum. Hinn mikli jólafriður „The Great Christmas Truce“ er hugljúf saga um hvernig tilfinningar sameiginlegra hefða og bjartur boðskapur jólanna sigraði hrottafengna mannsslátrun.
Fyrstu mánuðirnir eftir að stríð braust út 1. ágúst 1914 einkenndust af hraðri sókn þýska hersins inn í Belgíu og Frakkland. En þegar haustaði tókst franska og breska hernum að stöðva framrás Þjóðverja. Hvorugum aðilum tókst að ýta hinum til baka og skotgrafir voru myndaðar sem einkenndu allt stríðið.
Haustrigningarnar breyttu skurðunum í moldargryfjur og þegar vetrarkuldinn kom fraus allt saman. Hermennirnir í skotgröfunum voru undir stanslausri skothríð óvinarins og látnir félagar þeirra lágu á víð og dreif í einskis manns landi.
Þegar óvinurinn var svo nálægt, þá varð náin snerting óumflýjanleg. Þegar pattstaðan á milli hinna stríðandi aðila hélt áfram og lífið í skotgröfunum varð hversdagslegt, mynduðust ákveðnar reglur eins og að stöðva stríðið annað slagið til að hægt væri að sækja þá látnu og særðu. Á jólunum 1914 var stigið enn lengra skref.
Skærir tónar jólanna í stað byssukúlna
Báðir aðilar höfðu fullvissað hermennina og landsmenn að stríðinu yrði lokið fyrir jólin og hermennirnir kæmu heim og slegið yrði upp í sigurveislu. En þegar jólin komu var sigurinn víðs fjarri og hermennirnir fastir í skotgröfunum. Til að viðhalda hernaðarandanum og skapa jólastemmingu fengu hermennirnir bæði gjafir og skreytingar frá ríkisstjórnum sínum, konungum og einkaaðilum.
Fyrstu skrefin í átt að vopnahléi voru stigin þegar stríðandi aðilar fóru að syngja jólalög. Það voru engar lágstemmdar raddir heldur bresk, frönsk og þýsk jólalög sungin með sömu tónum á mismunandi málum sem ómuðu um allan vígvöllinn. Þróaðist jólasöngurinn í keppni á milli liðanna þar sem meiri áhersla var lögð á að syngja betur en óvinurinn frekar en að skjóta á hann. Margir hæfileikaríkir söngvarar sungu frá báðum hliðum við lófaklapp og fögnuð óvinarins.
Þrátt fyrir að enginn samningur væri um vopnahlé, þá ákváðu hermenn stríðandi aðila upp á sitt einsdæmi að koma á vopnahléi og halda upp á jólin með „óvininum“ á sjálfum vígvellinum. Því miður hófst stríðið að nýju eftir vopnahléið og lauk ekki fyrr en 11. nóvember 1918. Um tíu milljónir hermanna og sjö milljónir óbreyttra var slátrað og milljónir særðir og krumlaðir.
Þessu er lýst mjög vel í frönsku kvikmyndinni Joyeux Noel frá 2005, þegar rödd þýsks óperusöngvara slæst skyndilega í för með skoskum sekkjapípum í þessu einstæða jólahaldi. Sjá myndskeið að neðan.