Einnar spurningar lýðræði

Það var gott hjá blaðamanni Morgunblaðsins að spyrja hina ókjörnu Ursulu von der Leyen hvort hún gæti tekið við óundirbúnum spurningum. Eins og við var að búast, þá gat ókjörinn yfirmaður Evrópusambandsins ekki svarað spurningunni á annan hátt en að hún kannaðist ekki við málið. Að einu leyti var svar hennar sannsögulegt: Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins kannast ekki við lýðræðið.

Það sem þjóðin verður vitni að í þessari ferð er leikur í löngu fyrir fram ákveðinni atburðarás aðlögunar Íslands í Evrópusambandið. Eftir sigur yfir sjávarútveginum var kynnt gjörbreytt stefna Íslands í utanríkismálum. Brusselskrímslið vill ná tökum á mikilvægri hernaðarlegri legu Íslands úr hendi varnarsamstarfsaðila Íslands frá stofnun Nató. Taka á yfir hernaðarákvarðanir er varða Ísland að Íslendingum forspurðum til að styrkja stöðu ESB á kostnað Bandaríkjanna – og þar með Íslendinga.

Hið sama ætlaði Austurríkismaður með þekkt yfirvaraskegg einnig að gera eftir að hann varð einvaldur í mesta herveldi meginlandsins. Sprengjuflugvélar sem átti að senda frá Þýskalandi til árása á Bandaríkin hefðu þurft að lenda á Íslandi til að taka eldsneyti. Sem betur fer sáu bandamenn þetta og urðu fyrri til með hernámi Breta á Íslandi. 

Þetta nýja varnarmálasamstarf Íslands og ESB er í raun uppgjöf Íslands með einu pennastriki. Farið er á svig við stjórnlög, þing og þjóð. Þetta er liður í uppgjöri valkyrjanna að selja út landið til Brussel. Þær dönsuðu trylltan stríðsdans þegar þær fögnuði sigri yfir sjávarútveginum. Sá dans verður varla minni þegar Ísland gerist hernaðarlegt útibú frá Brussel. 

Ursula van der Leyen lagði fram nýja fjárhagsáætlun ESB með 700 milljarða evra hækkun frá 1.300 milljörðum evra til 2.000 milljarða evra. Peningana vantar í hernaðaruppbyggingu sambandsins sem byggir vopnaverksmiðjur og undirbýr árás á Rússland. Áætlunin hleypir öllu í bál og brand hjá aðildarríkjunum. Þýskaland og mörg önnur lönd neita að samþykkja nýju fjárlögin. Hildegard Müller, formaður þýska bíliðnaðarsambandsins VDA segir að auknar álögur veiki þegar viðkvæman bílaiðnað. Almenningur er komin að mörkum með hækkunum á raforku og mat.

Þegar ESB var stofnað var sú regla mikilvæg að ESB fengi ekki völd til að leggja á eigin skatta. Sú tíð er liðin. Skrímslið tekur sitt.

Fara efst á síðu